Sérfræðingur að norðan Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2021 07:01 Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun