NBA dagsins: Gömlu hetjurnar mættu og sáu Hirtina jafna úrslitaeinvígið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 15:01 Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson veifa til áhorfenda á leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í Fiserv Forum í nótt. getty/Stacy Revere Leikmenn úr eina meistaraliði Milwaukee Bucks fylgdust með gamla liðinu sínu vinna Phoenix Suns í nótt, 109-103, og jafna þar með metin í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn. Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira