Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2021 18:31 Frá aðgerðum lögreglu þegar kannabisverksmiðjan var stöðvuð fyrr á árinu. Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn. Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
„Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn.
Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01