More work to be done @TheOpen #TheOpen pic.twitter.com/v8zw0icrik
— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) July 15, 2021
Jordan Spieth og Brian Harman fylgja fast á hæla Oosthuizen á fimm höggum undir pari, en Harman fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holum dagsins.
Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 19.sæti á tveim höggum undir pari, ásamt tólf öðrum kylfingum.
Margir voru spenntir fyrir því að sjá Rory McIlroy í dag, en hann endaði daginn á pari og situr því 50.sæti ásamt 22 öðrum kylfingum.
Rory wrestles himself back to par with a great birdie at the last He'll be looking forward to tomorrow #TheOpen pic.twitter.com/Lue75gjVZO
— The Open (@TheOpen) July 15, 2021
Í maí síðastliðnum skráði Phil Mickelson sig í sögubækurnar þegar hann varð elsti kylfingurinn til að vinna risamót, mánuði fyrir 51 árs afmælið sitt. Hann fór hinsvegar ekki vel af stað í dag og eftir fimm holur var hann kominn með þrjá skolla og tvö pör.
Hann kórónaði svo slæman dag sinn með tvöföldum skolla og lauk því deginum á tíu höggum yfir pari. Hann er því í neðsta sæti ásamt Ástralanum Deyen Lawson.
The highest opening round score at The Open of Phil Mickelson's career. pic.twitter.com/GjzJUbCD0R
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 15, 2021
Stöðutöfluna er að finna inni á heimasíðu PGA.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.