Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 13:45 Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, greindist smitaður af Covid-19 í morgun. EPA-EFE/VICKIE FLORES Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. „Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
„Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29
Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07