Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 16:56 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna er með málið til skoðunar. Greg Mathieson/Mai/Getty Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni. Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Sjá meira
Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni.
Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Sjá meira
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11