Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 18:02 Diljá var vísað á dyr í Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Diljá Sigurðardóttir/Sky Lagoon Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni. Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira
Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni.
Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira