Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 18:04 Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira