Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 07:30 Manuel Locatelli er eftirsóttur eftir að standa sig vel á EM. Alberto Lingria/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur. Hinn 23 ára gamli Locatelli byrjaði Evrópumótið í sumar vel og stóð sig almennt með prýði á mótinu en Ítalía stóð uppi sem sigurvegari eins og frægt er orðið. Locatelli skoraði tvö glæsileg mörk á mótinu, bæði í 3-0 sigri gegn Sviss. Alls kom hann við sögu í 5 af 7 leikjum liðsins. Juventus look to beat Arsenal to signing of Italy s Manuel Locatelli https://t.co/kyRlIKEfSc— The Guardian (@guardian) July 18, 2021 Locatelli spilar með Sassuolo á Ítalíu en er uppalinn hjá AC Milan. Samningur hans rennur út eftir tvö ár og því liggur félaginu ekkert á að selja. Sassuolo er þó tilbúið að leyfa leikmanninum að fara ef tilboð upp á 40 milljónir evra berst. Juventus er ekki tilbúið að eyða svo miklu eins og staðan er í dag. Vill það fá miðjumanninn á láni út næsta tímabil með ákvæði um að kaupa hann á 30 milljónir evra sumarið 2022. Arsenal ku vera tilbúið að borga uppsett verð en leikmaðurinn hallast að Juventus þar sem hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Mikel Arteta enduðu í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því hvorki í Meistaradeildinni né annarri Evrópukeppni í vetur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Locatelli mun spila á næstu leiktíð en hann stóð sig einkar vel á EM í sumar og skoraði tvö glæsileg mörk. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Locatelli byrjaði Evrópumótið í sumar vel og stóð sig almennt með prýði á mótinu en Ítalía stóð uppi sem sigurvegari eins og frægt er orðið. Locatelli skoraði tvö glæsileg mörk á mótinu, bæði í 3-0 sigri gegn Sviss. Alls kom hann við sögu í 5 af 7 leikjum liðsins. Juventus look to beat Arsenal to signing of Italy s Manuel Locatelli https://t.co/kyRlIKEfSc— The Guardian (@guardian) July 18, 2021 Locatelli spilar með Sassuolo á Ítalíu en er uppalinn hjá AC Milan. Samningur hans rennur út eftir tvö ár og því liggur félaginu ekkert á að selja. Sassuolo er þó tilbúið að leyfa leikmanninum að fara ef tilboð upp á 40 milljónir evra berst. Juventus er ekki tilbúið að eyða svo miklu eins og staðan er í dag. Vill það fá miðjumanninn á láni út næsta tímabil með ákvæði um að kaupa hann á 30 milljónir evra sumarið 2022. Arsenal ku vera tilbúið að borga uppsett verð en leikmaðurinn hallast að Juventus þar sem hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Mikel Arteta enduðu í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því hvorki í Meistaradeildinni né annarri Evrópukeppni í vetur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Locatelli mun spila á næstu leiktíð en hann stóð sig einkar vel á EM í sumar og skoraði tvö glæsileg mörk. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira