Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 13:22 Ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO selur njósnaforritið Pegasus. Jack Guez/Getty Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann. Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann.
Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25