Guðlaugur hættir við framboð vegna ákæru en lýsir yfir sakleysi Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 10:17 Guðlaugur skipaði oddvitasæti á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Guðmundar Franklíns Jónssonar. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn/Vísir Guðlaugur Hermannsson verður ekki oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi líkt og stóð til. Hann er einn þeirra átta sem ákærðir voru á dögunum fyrir alvarleg fjársvik. Hann sendi frá sér yfirlýsingu um málið í morgun. Guðlaugur sætir ákæru fyrir tilraun til stórfelldra fjársvika með því að hafa reynt að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja kröfu upp á tæpar sex milljónir auk vaxta. Í yfirlýsingu segir Guðlaugur að kæran á hendur honum sé ekki byggð á raunverulegum forsendum, heldur sé um mistök Björgvins Steingrímssonar, forstöðumanns Ábyrgðasjóðs launa. Hann segist hafa kært Björgvin til héraðssaksóknara fyrir brot í starfi. Guðlaugur segir að hann hafi ekki komið nálægt undirbúningi skjals í hans nafni sem notað var til að reyna að svíkja út pening úr Ábyrgðarsjóði. Hann segir fyrrum vinnuveitanda sinn alfarið ábyrgan fyrir því. Vinnuveitandinn er sá sem er ákærður í flestum liðum í ákæru saksóknara. Kennir fjölmiðlum um að útséð sé um framboð Yfirlýsing Guðlaugs er í bréfi sem stílað er á Ríkisútvarpið og DV. Varðandi blaðaskrif um málið segir hann að um sé að ræða pólitískt mál sem andstæðingar hans nýti til að koma höggi á hann. Hann telur einnig að tímasetning ákærunnar sé grunsamleg. Hann segir að útséð sé um framboð hans til alþingiskosninga vegna meðhöndlunar fjölmiðla á persónu hans. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Guðlaugur tæki ekki sæti á lista flokksins. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Guðlaugur sætir ákæru fyrir tilraun til stórfelldra fjársvika með því að hafa reynt að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja kröfu upp á tæpar sex milljónir auk vaxta. Í yfirlýsingu segir Guðlaugur að kæran á hendur honum sé ekki byggð á raunverulegum forsendum, heldur sé um mistök Björgvins Steingrímssonar, forstöðumanns Ábyrgðasjóðs launa. Hann segist hafa kært Björgvin til héraðssaksóknara fyrir brot í starfi. Guðlaugur segir að hann hafi ekki komið nálægt undirbúningi skjals í hans nafni sem notað var til að reyna að svíkja út pening úr Ábyrgðarsjóði. Hann segir fyrrum vinnuveitanda sinn alfarið ábyrgan fyrir því. Vinnuveitandinn er sá sem er ákærður í flestum liðum í ákæru saksóknara. Kennir fjölmiðlum um að útséð sé um framboð Yfirlýsing Guðlaugs er í bréfi sem stílað er á Ríkisútvarpið og DV. Varðandi blaðaskrif um málið segir hann að um sé að ræða pólitískt mál sem andstæðingar hans nýti til að koma höggi á hann. Hann telur einnig að tímasetning ákærunnar sé grunsamleg. Hann segir að útséð sé um framboð hans til alþingiskosninga vegna meðhöndlunar fjölmiðla á persónu hans. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Guðlaugur tæki ekki sæti á lista flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira