Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 11:26 Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira