Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2021 12:00 Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Jóhann K. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segist ekki vera í stöðu til að geta sér til um hvort gripið verði til aðgerða, og þá hvers eðlis þær verða. Fréttastofa ræddi við hann í dag áður en tölur um smit gærdagsins voru gerðar ljósar. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Við höfum ákveðna ónotatilfinningu fyrir því að það verði gripið til aðgerða,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Í gær greindust 56 manns með kórónuveiruna hér á landi, meirihlutinn bólusettur. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ekki væri á dagskrá hjá sér í dag að skila minnisblaði um aðgerðir til heilbrigðisráðherra. Það væri þó alltaf í skoðun og grípa þyrfti til einhvers konar aðgerða. Innan við tvær vikur eru í Þjóðhátíð og segir Hörður að best væri að fá botn í málið sem fyrst. „Undirbúningur er allur á fullu og skipulag hátíðarinnar er á lokametrunum. Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra.“ Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er alla jafna margt um mannin um Verslunarmannahelgina.Vísir/Sigurjón Fari svo að Þjóðhátíð fari ekki fram í ár munu margir tilvonandi gestir hátíðarinnar sitja uppi með ónothæfa miða. Hörður segir að leyst verði úr því ef að því kemur. „Það er bara eitthvað sem við höfum ekki skoðað. Við vorum í svipuðu ferli í fyrra þegar búið var að selja töluvert magn af miðum. Þá gat fólk annað hvort fengið endurgreitt eða flutt miðann yfir á hátíðina í ár. Ég reikna með að það yrði eitthvað sams konar fyrirkomulag,“ segir Hörður. Hann segir að hvað sem verður muni skipuleggjendur fylgja tilmælum Almannavarna í einu og öllu. Fari hátíðin fram verði persónulegar sóttvarnir ítrekaðar og allt gert svo hátíðin geti farið sómasamlega fram. Að öllu óbreyttu er það stefnan. „Við stefnum að því að halda Þjóðhátíð og í dag eru engar samkomutakmarkanir í landinu. Á meðan svo er, þá fer Þjóðhátíð fram.“ Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segist ekki vera í stöðu til að geta sér til um hvort gripið verði til aðgerða, og þá hvers eðlis þær verða. Fréttastofa ræddi við hann í dag áður en tölur um smit gærdagsins voru gerðar ljósar. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Við höfum ákveðna ónotatilfinningu fyrir því að það verði gripið til aðgerða,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Í gær greindust 56 manns með kórónuveiruna hér á landi, meirihlutinn bólusettur. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ekki væri á dagskrá hjá sér í dag að skila minnisblaði um aðgerðir til heilbrigðisráðherra. Það væri þó alltaf í skoðun og grípa þyrfti til einhvers konar aðgerða. Innan við tvær vikur eru í Þjóðhátíð og segir Hörður að best væri að fá botn í málið sem fyrst. „Undirbúningur er allur á fullu og skipulag hátíðarinnar er á lokametrunum. Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra.“ Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er alla jafna margt um mannin um Verslunarmannahelgina.Vísir/Sigurjón Fari svo að Þjóðhátíð fari ekki fram í ár munu margir tilvonandi gestir hátíðarinnar sitja uppi með ónothæfa miða. Hörður segir að leyst verði úr því ef að því kemur. „Það er bara eitthvað sem við höfum ekki skoðað. Við vorum í svipuðu ferli í fyrra þegar búið var að selja töluvert magn af miðum. Þá gat fólk annað hvort fengið endurgreitt eða flutt miðann yfir á hátíðina í ár. Ég reikna með að það yrði eitthvað sams konar fyrirkomulag,“ segir Hörður. Hann segir að hvað sem verður muni skipuleggjendur fylgja tilmælum Almannavarna í einu og öllu. Fari hátíðin fram verði persónulegar sóttvarnir ítrekaðar og allt gert svo hátíðin geti farið sómasamlega fram. Að öllu óbreyttu er það stefnan. „Við stefnum að því að halda Þjóðhátíð og í dag eru engar samkomutakmarkanir í landinu. Á meðan svo er, þá fer Þjóðhátíð fram.“
Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira