Hannes býst við hörkuleik: Þeir slátruðu deildinni í fyrra Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 19:31 Hannes býst við erfiðum leik gegn sterkum andstæðingi annað kvöld. Vísir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, hlakkar til þess að mæta sínum gömlu félögum í Bodö/Glimt frá Noregi en liðin eigast við í Sambandsdeild Evrópu að Hlíðarenda annað kvöld. „Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
„Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira