Sektað vegna hegðunar stuðningsfólks síns í leiknum gegn Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 09:01 Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum gegn Mexíkó. Er hann tók markspyrnur voru níðsöngvar ítrekað sungnir. Matthew Pearce/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að sekta knattspyrnusamband Mexíkó vegna hegðunar stuðningsfólks þess í 2-1 sigrinum gegn Íslandi er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í maí á þessu ári. Ísland og Mexíkó mættust í vináttulandsleik í Bandaríkjunum undir lok maímánaðar áður en íslenska liðið hélt til Færeyja og svo Póllands til að leika tvo leiki til viðbótar. Stuðningsfólks Mexíkó lét sig ekki vanta á leikinn þó hann væri hinum megin við landamærin og var fjölmennt á leiknum. Því miður söng stuðningsfólk „heimamanna“ miður fallega söngva á meðan leik stóð og hefur FIFA nú ákveðið að sekta knattspyrnusamband Mexíkó um 109 þúsund Bandaríkjadali eða rúmlega 13 og hálfa milljón íslenskra króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem FIFA sektar Mexíkó og þá hefur landsliðið þurft að leika fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsfólks síns. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varð ítrekað fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsfólks Mexíkó í leiknum er hann tók markspyrnur. Þó dómarinn hafi stöðvað leikinn tímabundið þá héldu söngvarnir alltaf áfram. „Söngvarnir hvetja til mismununar og eru að ýta okkur lengra frá keppnum á vegum FIFA. Fyrir þau ykkar sem finnst skemmtilegt og fyndið að syngja þessa söngva, það er það ekki“ sagði Yon de Luisa, forseti knattspyrnusambands Mexíkó, um málið. ESPN greindi frá. Fótbolti FIFA Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Ísland og Mexíkó mættust í vináttulandsleik í Bandaríkjunum undir lok maímánaðar áður en íslenska liðið hélt til Færeyja og svo Póllands til að leika tvo leiki til viðbótar. Stuðningsfólks Mexíkó lét sig ekki vanta á leikinn þó hann væri hinum megin við landamærin og var fjölmennt á leiknum. Því miður söng stuðningsfólk „heimamanna“ miður fallega söngva á meðan leik stóð og hefur FIFA nú ákveðið að sekta knattspyrnusamband Mexíkó um 109 þúsund Bandaríkjadali eða rúmlega 13 og hálfa milljón íslenskra króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem FIFA sektar Mexíkó og þá hefur landsliðið þurft að leika fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsfólks síns. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varð ítrekað fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsfólks Mexíkó í leiknum er hann tók markspyrnur. Þó dómarinn hafi stöðvað leikinn tímabundið þá héldu söngvarnir alltaf áfram. „Söngvarnir hvetja til mismununar og eru að ýta okkur lengra frá keppnum á vegum FIFA. Fyrir þau ykkar sem finnst skemmtilegt og fyndið að syngja þessa söngva, það er það ekki“ sagði Yon de Luisa, forseti knattspyrnusambands Mexíkó, um málið. ESPN greindi frá.
Fótbolti FIFA Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira