Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 09:00 Hér eru Hákon Magnús, Metta Marit, prinsessa, og Erna Solberg, forsætisráðherra, við minningarathöfnina í morgun. EPA-EFE/GEIR OLSEN „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan. Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan.
Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira