Giannis stoppaði í bílalúgu með bikarana og pantaði fimmtíu kjúklinganagga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 12:00 Giannis Antetokounmpo var sæll en svangur daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari. getty/Jonathan Daniel Daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari með Milwaukee Bucks renndi Giannis Antetokounmpo við í bílalúgu og pantaði sér fimmtíu kjúklinganagga. Giannis skoraði fimmtíu stig þegar Milwaukee tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár með sigri á Phoenix Suns, 105-98, aðfaranótt miðvikudags. Grikkinn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins sem Milwaukee vann, 4-2. Daginn eftir stærstu stund ferilsins kom Giannis við í bílalúgunni hjá Chick-Fil-A og var með bikarana tvo með sér, Larry O'Brien meistarabikarinn og Bill Russell bikarinn sem er veittur besta leikmanni úrslitaeinvígisins. Giannis var skiljanlega hinn kátasti, þrátt fyrir að hafa ekkert sofið, og greinilega svangur því hann pantaði fimmtíu kjúklinganagga. Hann skoraði einmitt fimmtíu stig í sjötta leiknum gegn Phoenix eins og áður sagði. „Ég ætti að vera að djamma í Vegas núna en er hérna að panta Chick-Fil-A,“ sagði Giannis á Instagram. „Ég sleppi þeim ekki úr augsýn. Hvað ef ég vakna allt í einu og þetta er allt saman draumur? Bikararnir eru öryggið mitt. Ég snerti þá og veit að þetta er raunverulegt.“ Giannis isn t letting go of the Larry O Brien trophy. He took it with him to @ChickfilA, ordered 50 nuggets, and tried to get free meals for life pic.twitter.com/KPnZXLD5IM— The Athletic (@TheAthletic) July 21, 2021 Í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix var Giannis með 35,2 stig, 13,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2019 og 2020 og varnarmaður ársins 2020. Þá fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Giannis skoraði fimmtíu stig þegar Milwaukee tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár með sigri á Phoenix Suns, 105-98, aðfaranótt miðvikudags. Grikkinn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins sem Milwaukee vann, 4-2. Daginn eftir stærstu stund ferilsins kom Giannis við í bílalúgunni hjá Chick-Fil-A og var með bikarana tvo með sér, Larry O'Brien meistarabikarinn og Bill Russell bikarinn sem er veittur besta leikmanni úrslitaeinvígisins. Giannis var skiljanlega hinn kátasti, þrátt fyrir að hafa ekkert sofið, og greinilega svangur því hann pantaði fimmtíu kjúklinganagga. Hann skoraði einmitt fimmtíu stig í sjötta leiknum gegn Phoenix eins og áður sagði. „Ég ætti að vera að djamma í Vegas núna en er hérna að panta Chick-Fil-A,“ sagði Giannis á Instagram. „Ég sleppi þeim ekki úr augsýn. Hvað ef ég vakna allt í einu og þetta er allt saman draumur? Bikararnir eru öryggið mitt. Ég snerti þá og veit að þetta er raunverulegt.“ Giannis isn t letting go of the Larry O Brien trophy. He took it with him to @ChickfilA, ordered 50 nuggets, and tried to get free meals for life pic.twitter.com/KPnZXLD5IM— The Athletic (@TheAthletic) July 21, 2021 Í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix var Giannis með 35,2 stig, 13,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2019 og 2020 og varnarmaður ársins 2020. Þá fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira