Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2021 12:06 Gripið hefur verið til aðgerða á Hrafnistu. vilhelm gunnarsson Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. Gripið var til aðgerða á Hrafnistu í dag vegna fjölgunar tilfella innanlands. 78 greindust smitaðir innanlands i gær. Grímuskylda er hjá starfsfólki, gestum og öðrum sem koma inn á heimilin. „Og við erum líka að biðla til gesta sem eru yngri en þrjátíu ára að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svona tíð í þeim hópi og svo eru fimmtán ára og yngri óbólusettir. Við teljum að það sé mikilvægt að halda áfram að standa saman og vernda þennan mikilvægasta hóp á meðan við vitum ekki enn hvaða áhrif þetta hefur á bólusetta hópa.“ „Með þessum aðgerðum erum við að reyna að halda lífi íbúanna sem eðlilegustu með því að setja ekki frekari takmarkanir á heimsóknir að minnsta kosti ekki sem stendur,“ sagði Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri Hrafnistu. Halda lífi íbúa sem eðlilegustu Aðstandendur eru jafnframt beðnir um safnast ekki saman í sameiginlegum rýmum á heimilunum. Jakobína segir hljóðið í heimilismönnum eftir atvikum en að þeir fagni því að gripið sé til aðgerða til að vernda þennan viðkvæma hóp. „Þau sem ég hef heyrt í fagna þessu og finnst þetta eðlilegt skref. Auðvitað á meðan að við erum að gera þetta þá erum við að reyna að halda lífi íbúa sem eðlilegustu því það eru aðstandendur, gestir og starfsfólk sem eru með grímur en að öðru leyti ætti líf íbúanna að vera með eðlilegasta hætti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05 Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gripið var til aðgerða á Hrafnistu í dag vegna fjölgunar tilfella innanlands. 78 greindust smitaðir innanlands i gær. Grímuskylda er hjá starfsfólki, gestum og öðrum sem koma inn á heimilin. „Og við erum líka að biðla til gesta sem eru yngri en þrjátíu ára að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svona tíð í þeim hópi og svo eru fimmtán ára og yngri óbólusettir. Við teljum að það sé mikilvægt að halda áfram að standa saman og vernda þennan mikilvægasta hóp á meðan við vitum ekki enn hvaða áhrif þetta hefur á bólusetta hópa.“ „Með þessum aðgerðum erum við að reyna að halda lífi íbúanna sem eðlilegustu með því að setja ekki frekari takmarkanir á heimsóknir að minnsta kosti ekki sem stendur,“ sagði Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri Hrafnistu. Halda lífi íbúa sem eðlilegustu Aðstandendur eru jafnframt beðnir um safnast ekki saman í sameiginlegum rýmum á heimilunum. Jakobína segir hljóðið í heimilismönnum eftir atvikum en að þeir fagni því að gripið sé til aðgerða til að vernda þennan viðkvæma hóp. „Þau sem ég hef heyrt í fagna þessu og finnst þetta eðlilegt skref. Auðvitað á meðan að við erum að gera þetta þá erum við að reyna að halda lífi íbúa sem eðlilegustu því það eru aðstandendur, gestir og starfsfólk sem eru með grímur en að öðru leyti ætti líf íbúanna að vera með eðlilegasta hætti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05 Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36
Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00