„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2021 21:37 Hörður Orri Grettisson er formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. „Við erum bara búin að tala saman. Við horfðum á fundinn í dag og erum að bíða eftir hvað ríkisstjórnin gerir,“ segir Hörður Orri Grettisson formaður þjóðhátíðarnefndar í samtali við Vísi. Ekkert sé til í því að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni, sem halda á um verslunarmannhelgina eftir viku, og henni hafi þar með verið aflýst. „Þetta er bara algjört bull. Einn fjölmiðillinn spurði hvort búið væri að afbóka allt hjá Exton en Exton hefur ekki verið í Herjólfsdal í fimmtán eða tuttugu ár. Þannig að þetta er eitthvað úr lausu lofti gripið,“ segir Hörður. „Það er ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann.“ Skipuleggjendur bíði átekta. „Það er ekkert búið að breytast í dag nema að Þórólfur hélt fund og svo veit maður ekki meir,“ segir Hörður. „Ef það verða þannig samkomutakmarkanir settar á í landinu að það þarf að blása þjóðhátíð af þá náttúrulega verður það gert.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í dag myndu skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um takmarkanir innanlands. Reiknað er með að ríkisstjórnin fundi um tillögur Þórólfs á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við erum bara búin að tala saman. Við horfðum á fundinn í dag og erum að bíða eftir hvað ríkisstjórnin gerir,“ segir Hörður Orri Grettisson formaður þjóðhátíðarnefndar í samtali við Vísi. Ekkert sé til í því að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni, sem halda á um verslunarmannhelgina eftir viku, og henni hafi þar með verið aflýst. „Þetta er bara algjört bull. Einn fjölmiðillinn spurði hvort búið væri að afbóka allt hjá Exton en Exton hefur ekki verið í Herjólfsdal í fimmtán eða tuttugu ár. Þannig að þetta er eitthvað úr lausu lofti gripið,“ segir Hörður. „Það er ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann.“ Skipuleggjendur bíði átekta. „Það er ekkert búið að breytast í dag nema að Þórólfur hélt fund og svo veit maður ekki meir,“ segir Hörður. „Ef það verða þannig samkomutakmarkanir settar á í landinu að það þarf að blása þjóðhátíð af þá náttúrulega verður það gert.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í dag myndu skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um takmarkanir innanlands. Reiknað er með að ríkisstjórnin fundi um tillögur Þórólfs á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24
Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00