Birkir að endursemja við Brescia og Mikael Egill á leið til Spezia í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 11:01 Birkir Bjarnason verður áfram á Ítalíu ef marka má heimildir. Matthew Pearce/Getty Images Það stefnir allt í að íslenska landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verði áfram í herbúðum Brescia og að Mikael Egill Ellertsson verði fjórði Íslendingurinn í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu leiktíð. Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira