Birkir að endursemja við Brescia og Mikael Egill á leið til Spezia í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 11:01 Birkir Bjarnason verður áfram á Ítalíu ef marka má heimildir. Matthew Pearce/Getty Images Það stefnir allt í að íslenska landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verði áfram í herbúðum Brescia og að Mikael Egill Ellertsson verði fjórði Íslendingurinn í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu leiktíð. Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Birkir Bjarnason er við það að endursemja við Brescia og mun því leika með liðinu í B-deildinni á Ítalíu. Þessu greinir Björn Már Ólafsson frá á Twitter-síðu sinni en hann er einkar vel að sér í ítalskri knattspyrnu. Ekki kemur hversu langan samning hinn 33 ára gamli Birkir er við það að skrifa undir. Birkir var nokkuð eftirsóttur en hefur ákveðið að vera áfram hjá Brescia. Hann gekk upphaflega til liðs við félagið síðasta sumar eftir stutta dvöl hjá Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson var að þjálfa. Birkir er öllum hnútum kunnugur á Ítalíu en hann lék með Pescara og Sampdoria frá 2012 til 2015. Birkir Bjarnason er líklegast að semja aftur við Brescia eftir að hafa orðið samningslaus í júní. Önnur félög sem hafa reynt að fá hann eru Reggina og SPAL og Adana Demirspor— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 23, 2021 Það styttist í að þessi fjölhæfi miðjumaður spili sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd en hann vantar aðeins tvo leiki til þess. Birkir hefur spilað 98 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Samkvæmt fréttum Il Secolo XIX er unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson á leið til Spezia sem mun spila í Serie A á næstu leiktíð. Þar segir einnig að Juventus hafi haft áhuga á hinum 19 ára gamla leikmanni sem á að baki 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Thiago Motta er nýtekinn við Spezia og virðist ætla að treysta á unga og efnilega leikmenn í vetur. Mikael Ellert hefur verið á mála hjá SPAL síðan 2017 en ekki enn leikið fyrir aðallið félagsins. Mikael Egill Ellertsson gekk í raðir SPAL árið 2017 en hann er uppalinn hjá Fram hér á landi.FRAM Fari svo að Mikael Ellert gangi til liðs við Spezia yrði hann fjórði Íslendingurinn í Serie A. Andri Fannar Baldursson leikur með Bologna og þá eru þeir Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason á mála hjá nýliðum Venezia. Í B-deildinni má svo finna reynslumikla landsliðsmenn á borð við Birki og Hjört Hermannsson.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira