Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin Viggó Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2021 10:30 Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Viggó Örn Jónsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun