Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin Viggó Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2021 10:30 Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Viggó Örn Jónsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun