„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 23. júlí 2021 12:13 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52
76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent