Á fjórða hundrað hafa fallið í átökum í Suður-Afríku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 22:54 Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum í Suður-Afríku undanfarnar þrjár vikur. AP/Andre Swart Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum sem skekið hafa Suður-Afríku undanfarnar vikur. Óeirðirnar hófust daginn sem fyrrverandi forseti landsins gaf sig fram við lögreglu og hóf fimmtán mánaða fangelsisafplánun í byrjun mánaðar. Mikil reiði hefur ríkt meðal Suður-Afríkubúa undanfarnar vikur eftir handtöku Jacobs Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Zuma var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa sýnt dómstóli vanvirðingu þegar hann neitaði að mæta fyrir dómara í tengslum við spillingarrannsókn sem beinist að honum þegar hann gegndi embætti forseta. Stuðningsmenn Zuma voru fljótir að grípa í heykvíslarnar og hafa óeirðir skekið landið síðan 7. Júlí, daginn sem hann gaf sig fram. Þær hafa verið hvað verstar í heimahéraði Zuma, KwaZulu-Natal, en talið er að 258 hafi fallið í héraðinu. Skrifstofa forseta landsins tilkynnti í gær að 337 hefðu látist. Ofbeldisaldan er sú blóðugasta frá því að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Nú virðist þó sem ofbeldisölduna sé að lægja en gríðarlegar skemmdir hafa orðið á heimilum og fyrirtækjum eftir óeirðirnar. Talið er að tjónið nemi allt að 170 milljörðum króna. Þúsundir hafa verið handteknar í óeirðunum og yfirvöld hafa ekki tölu á þeim fjölda sem hefur særst. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ávarpaði þjóðina í vikunni og sagði óeirðirnar meðvitaða og skipulagða árás á lýðræðið. „Það er ljóst núna að atburðir síðustu vikna voru ekkert annað en meðvituð og vel skipulögð árás á lýðræði okkar. Stjórnarskrárskipan lands okkar er ógnað,“ sagði Ramaphosa í ávarpi sínu. Suður-Afríka Tengdar fréttir Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45 Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44 Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal Suður-Afríkubúa undanfarnar vikur eftir handtöku Jacobs Zuma, fyrrverandi forseta landsins. Zuma var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa sýnt dómstóli vanvirðingu þegar hann neitaði að mæta fyrir dómara í tengslum við spillingarrannsókn sem beinist að honum þegar hann gegndi embætti forseta. Stuðningsmenn Zuma voru fljótir að grípa í heykvíslarnar og hafa óeirðir skekið landið síðan 7. Júlí, daginn sem hann gaf sig fram. Þær hafa verið hvað verstar í heimahéraði Zuma, KwaZulu-Natal, en talið er að 258 hafi fallið í héraðinu. Skrifstofa forseta landsins tilkynnti í gær að 337 hefðu látist. Ofbeldisaldan er sú blóðugasta frá því að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Nú virðist þó sem ofbeldisölduna sé að lægja en gríðarlegar skemmdir hafa orðið á heimilum og fyrirtækjum eftir óeirðirnar. Talið er að tjónið nemi allt að 170 milljörðum króna. Þúsundir hafa verið handteknar í óeirðunum og yfirvöld hafa ekki tölu á þeim fjölda sem hefur særst. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, ávarpaði þjóðina í vikunni og sagði óeirðirnar meðvitaða og skipulagða árás á lýðræðið. „Það er ljóst núna að atburðir síðustu vikna voru ekkert annað en meðvituð og vel skipulögð árás á lýðræði okkar. Stjórnarskrárskipan lands okkar er ógnað,“ sagði Ramaphosa í ávarpi sínu.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45 Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44 Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. 14. júlí 2021 16:45
Á fimmta tug látinna í óeirðum í Suður-Afríku Minnst 45 hafa látist í óeirðum í Suður-Afríku. Óeirðirnar hófust eftir að fyrrum forseti landsins, Jakob Zuma, var fangelsaður. 13. júlí 2021 22:44
Zuma gefur sig fram og hefur afplánun Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, hefur gefið sig fram við lögreglu og hafið afplánun eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi á dögunum. 8. júlí 2021 07:28