Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 21:59 Borgarfjörður eystri þar sem Bræðslan fer nú fram. Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05