Hörmungarlokakafli skilaði fyrsta tapinu í 17 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:15 Durant hefur átt betri leiki. Gregory Shamus/Getty Images Karlalandslið Bandaríkjanna í körfubolta þurfti að þola 83-76 tap fyrir Frakklandi í fyrstu umferð A-riðils á Ólympíuleikunum. Bandaríkin hafa ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan 2004. Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira