Sautján ára stelpa sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 09:30 Lydia Jacoby trúði varla eigin augum þegar hún sá að hún hafði unnið gullið. AP/Matthias Schrader Það voru söguleg úrslit í sundkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. Bandaríkjamenn töpuðu þá baksundi í fyrsta sinn síðan á leikunum 1992 en eignuðust um leið sinn fyrsta Ólympíumeistara frá Alaska. Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti