Sautján ára stelpa sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 09:30 Lydia Jacoby trúði varla eigin augum þegar hún sá að hún hafði unnið gullið. AP/Matthias Schrader Það voru söguleg úrslit í sundkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. Bandaríkjamenn töpuðu þá baksundi í fyrsta sinn síðan á leikunum 1992 en eignuðust um leið sinn fyrsta Ólympíumeistara frá Alaska. Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti