Justin LoFranco sér bara einn Íslending fyrir sér inn á topp fimm á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 15:45 Það eru gerðar miklar væntingar til Björgvins Karls Guðmundsson á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Justin LoFranco, hæstráðandi hjá Morning Chalk Up hefur sett fram sína spá um hverjir enda í fimm efstu sætunum í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison í Bandaríkjunum á morgun. Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu. CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu.
CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira