„Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 13:30 Tonje Lerstad er markvörður norska strandhandboltaliðsins. instagram síða Tonje Lerstad Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn