Fjöldi einstaklinga með vissa litakóðun segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2021 14:21 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Líkt og í gær eru þrír sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæslu. Fjórtán starfsmenn spítalans eru nú í einangrun og hefur fækkað um einn frá því í gær. 149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42