Af 186 sjúkraflutningum í gær voru 30 forgangsflutningar og 48 Covid-19 flutningar. Slökkviliðið biðlar til almennings að leggjast á eitt í baráttunni við faraldur Covid-19 og fara eftir gefnum leiðbeiningum til þess að fækka Covid-19 flutningum.
Slökkviliðið segir tvær bílveltur hafa tekið mikinn tíma í gær og að mikinn mannskap hafi þurft til að sinna útköllunum. Vísir greindi frá annarri bílveltunni í morgun.
Þá sinnti slökkviliðið sjö útköllum þar sem nota þurfti dælubíl.