Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra Snorri Másson skrifar 28. júlí 2021 11:51 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón 115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs. Óbólusettur Íslendingur, yngri en 60 ára, er kominn í gjörgæslu á Landspítalanum vegna Covid-sýkingar. Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44
Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29
Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35