Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2021 16:17 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka lýsir yfir mikilli ánægju með afkomuna á öðrum ársfjórðungi. Vísir/Arnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með rekstrarniðurstöðuna sem samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli. Rekstrarniðurstaðan er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans. En þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Íslandsbanka. Þar eru tíunduð helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs en þar segir að um sterkan fjórðung sé að ræða: Í punktunum kemur fram, auk þess sem áður segir, að stækkun lánasafnsins leiddi hækkun á hreinum vaxtatekjum á milli ára. „Hreinar vaxtatekjur námu 8,4 ma. kr. á 2F21 samanborið við 8,2 ma. kr. á 2F20.“ Ennfremur að þóknanir af eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfaviðskiptum sem og þóknanir vegna útlána leiddu til hækkunar hreinna þóknanatekna sem hækkuðu um 26 prósent á milli ára og voru samtals 2,9 milljarðar króna. Hreinar fjármunatekjur námu 619 milljónum króna á öðrum ársfjórungi miðað við 181 milljóna króna tap á fyrsta ársfjórðungi en þá breytingu má einkum rekja til hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði. Þá segir: „Stjórnunarkostnaður hækkaði um 10,5% á milli ára og nam samtals 6,5 ma. kr. á 2F21.“ Sú hækkun skýrist að mestu leyti af 588 milljóna einskiptiskostnaði vegna hlutafjárútboðs bankans. Í tilkynningu er vitnað í Birnu bankastjóra sem er ánægð með rekstrarniðurstöðuna og segir að fyrri helmingur ársins hafi sannarlega verið viðburðaríkur hjá bankanum. „Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann 22. júní. Um var að ræða stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram hér á landi. Metþátttaka var í hlutafjárútboðinu og margföld umframeftirspurn og er bankinn með mesta fjölda hluthafa allra skráðra félaga á Íslandi.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Rekstrarniðurstaðan er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans. En þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Íslandsbanka. Þar eru tíunduð helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs en þar segir að um sterkan fjórðung sé að ræða: Í punktunum kemur fram, auk þess sem áður segir, að stækkun lánasafnsins leiddi hækkun á hreinum vaxtatekjum á milli ára. „Hreinar vaxtatekjur námu 8,4 ma. kr. á 2F21 samanborið við 8,2 ma. kr. á 2F20.“ Ennfremur að þóknanir af eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfaviðskiptum sem og þóknanir vegna útlána leiddu til hækkunar hreinna þóknanatekna sem hækkuðu um 26 prósent á milli ára og voru samtals 2,9 milljarðar króna. Hreinar fjármunatekjur námu 619 milljónum króna á öðrum ársfjórungi miðað við 181 milljóna króna tap á fyrsta ársfjórðungi en þá breytingu má einkum rekja til hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði. Þá segir: „Stjórnunarkostnaður hækkaði um 10,5% á milli ára og nam samtals 6,5 ma. kr. á 2F21.“ Sú hækkun skýrist að mestu leyti af 588 milljóna einskiptiskostnaði vegna hlutafjárútboðs bankans. Í tilkynningu er vitnað í Birnu bankastjóra sem er ánægð með rekstrarniðurstöðuna og segir að fyrri helmingur ársins hafi sannarlega verið viðburðaríkur hjá bankanum. „Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann 22. júní. Um var að ræða stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram hér á landi. Metþátttaka var í hlutafjárútboðinu og margföld umframeftirspurn og er bankinn með mesta fjölda hluthafa allra skráðra félaga á Íslandi.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira