Toomey með fullt hús eftir þrjár greinar - Björgvin Karl áfram í toppbaráttu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 19:40 Toomey er með algjöra yfirburði í Madison. Robert Cianflone/Getty Images Tia-Clair Toomey, heimsmeistari síðustu fjögurra ára í CrossFit, er með fullt hús stiga eftir sigur í hverri einustu af fyrstu þremur greinum dagsins á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þriðja greinin var öllu einfaldari en þær tvær fyrstu. Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan. CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan.
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð