Toomey með fullt hús eftir þrjár greinar - Björgvin Karl áfram í toppbaráttu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 19:40 Toomey er með algjöra yfirburði í Madison. Robert Cianflone/Getty Images Tia-Clair Toomey, heimsmeistari síðustu fjögurra ára í CrossFit, er með fullt hús stiga eftir sigur í hverri einustu af fyrstu þremur greinum dagsins á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þriðja greinin var öllu einfaldari en þær tvær fyrstu. Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan. CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan.
CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum