Óska eftir fólki án heilbrigðismenntunar vegna álags í sýnatöku Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 10:14 Langar raðir hafa verið í sýnatöku síðustu vikuna. Vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar nú eftir liðsinni fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Miklar annir hafa verið í sýnatöku síðustu daga og hraður vöxtur í fjölda sýna. 5.935 innanlandssýni voru tekin á þriðjudag og hafa þau aldrei verið fleiri. „Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Greitt er samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags en sem fyrr segir er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Stutt er liðið frá því að bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var endurvakin eftir að faraldurinn náði sér aftur á strik. Hana skipar hins vegar einungis fólk sem er með menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Gríðarlegt álag á starfsfólki Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri skimana hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag óljóst hversu lengi væri hægt að halda út án fleiri starfsmanna. Álagið væri gríðarlegt og hægt gangi að bæta við starfsmönnum. Heilsugæslan hefur meðal annars ráðið til sín fólk úr áðurnefndri bakvarðasveit. 4.500 sýni voru tekin á föstudag. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur,“ sagði Ingibjörg á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Sjá meira
Miklar annir hafa verið í sýnatöku síðustu daga og hraður vöxtur í fjölda sýna. 5.935 innanlandssýni voru tekin á þriðjudag og hafa þau aldrei verið fleiri. „Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Greitt er samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags en sem fyrr segir er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Stutt er liðið frá því að bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var endurvakin eftir að faraldurinn náði sér aftur á strik. Hana skipar hins vegar einungis fólk sem er með menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Gríðarlegt álag á starfsfólki Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri skimana hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við fréttastofu á mánudag óljóst hversu lengi væri hægt að halda út án fleiri starfsmanna. Álagið væri gríðarlegt og hægt gangi að bæta við starfsmönnum. Heilsugæslan hefur meðal annars ráðið til sín fólk úr áðurnefndri bakvarðasveit. 4.500 sýni voru tekin á föstudag. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur,“ sagði Ingibjörg á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Sjá meira
Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. 26. júlí 2021 09:11