Kona handtekin við bólusetningaröð: „Það er eitur í þessum sprautum!“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 11:29 Á myndskeiði á vef Rúv sést konan láta öllum illum látum. Skjáskot úr myndskeiði Kona var handtekin fyrir utan bólusetningaröðina á Suðurlandsbraut nú í morgun. Konan mótmælti og lét illum látum þar sem óléttar konur stóðu í röð og biðu eftir bólusetningu. Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun. Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki. „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan. Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu. „Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá. Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta. Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið. Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter. Hér er verið að bólusetja óléttar konur og það voru bara mótmæli fyrir utan og öskrað að það væri verið að drepa okkur með bólusetningu. Wtfuuuuuu— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 29, 2021 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur Sjá meira
Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun. Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki. „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan. Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu. „Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá. Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta. Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið. Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter. Hér er verið að bólusetja óléttar konur og það voru bara mótmæli fyrir utan og öskrað að það væri verið að drepa okkur með bólusetningu. Wtfuuuuuu— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 29, 2021
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fleiri fréttir Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur Sjá meira