Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 11:09 Ákveðið hefur verið að rýma smitsjúkdómadeild Landspítala og breyta henni í Covid-deild, líkt og gert hefur verið áður í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. Sjúklingarnir á gjörgæsludeild eru ekki fullbólusettir, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-göngudeildar. Annar þeirra er yngri en sextíu ára og hinn yfir sextugt. Báðir eru með undirliggjandi áhættuþætti en hinir átta sem liggja á legudeild eru allir fullbólusettir. Fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í dag að róðurinn hafi þyngst síðustu daga. Sextán hafa alls þurft að leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 frá 1. júlí. Alma sagði að þrír þeirra hafi þó ekki verið lagðir inn vegna veikinda heldur af öðrum ástæðum. Samtals hafa 1.024 greinst með veiruna á sama tímabili, þar af 936 innanlands. Staðan væri mun verri án bólusetninga Alma ítrekaði að rannsóknir sýni að bólusetning dragi mikið úr veikindum og veiti yfir 90% vörn gegn alvarlegum veikindum. „Það er því ljóst að staðan væri mun alvarlegri ef ekki væri vegna bólusetninga.“ Alma sagði mikið álag á Landspítala og biðlaði til heilbrigðisstarfsmanna að koma til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar sem var nýverið endurvakin. 59 heilbrigðisstarfsmenn hafa nú skráð sig í sveitina en einnig er búið að opna fyrir skráningu þeirra sem eru ekki heilbrigðismenntaðir. Til að mynda vantar fólk til starfa í eldhús og við yfirsetu. Þar að auki leitar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú liðsinnis fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku. Þar er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Sjúklingarnir á gjörgæsludeild eru ekki fullbólusettir, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-göngudeildar. Annar þeirra er yngri en sextíu ára og hinn yfir sextugt. Báðir eru með undirliggjandi áhættuþætti en hinir átta sem liggja á legudeild eru allir fullbólusettir. Fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í dag að róðurinn hafi þyngst síðustu daga. Sextán hafa alls þurft að leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 frá 1. júlí. Alma sagði að þrír þeirra hafi þó ekki verið lagðir inn vegna veikinda heldur af öðrum ástæðum. Samtals hafa 1.024 greinst með veiruna á sama tímabili, þar af 936 innanlands. Staðan væri mun verri án bólusetninga Alma ítrekaði að rannsóknir sýni að bólusetning dragi mikið úr veikindum og veiti yfir 90% vörn gegn alvarlegum veikindum. „Það er því ljóst að staðan væri mun alvarlegri ef ekki væri vegna bólusetninga.“ Alma sagði mikið álag á Landspítala og biðlaði til heilbrigðisstarfsmanna að koma til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar sem var nýverið endurvakin. 59 heilbrigðisstarfsmenn hafa nú skráð sig í sveitina en einnig er búið að opna fyrir skráningu þeirra sem eru ekki heilbrigðismenntaðir. Til að mynda vantar fólk til starfa í eldhús og við yfirsetu. Þar að auki leitar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nú liðsinnis fólks sem getur aðstoðað við sýnatöku. Þar er ekki gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Óbólusettur Íslendingur á gjörgæsludeild Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 28. júlí 2021 09:10