Var stressuð að byrja elleftu heimsleikana: „Snýst jafnmikið um andlega þáttinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fékk að hvíla sig í gær en keppnin á heimsleikunum heldur síðan áfram í dag. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir fer ekki felur með neitt. Hún viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir fyrsta daginn á heimsleikunum og það þótt hún væri reyndasti keppandinn á svæðinu og mætt á sína elleftu heimsleika á ferlinum. „Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira
„Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira