Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 13:30 Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira
Hópurinn hefur staðið fyrir nokkrum mótmælafundum hingað til en þegar fréttamaður fréttastofu átti leið hjá Austurvelli í gær voru þar hátt í fjörutíu komnir saman á fundinum. Mótmæli af þessum toga hafa verið ansi algeng víða á meginlandi Evrópu en aldrei náð að vekja sérstaka athygli hér á landi. Í raun allt þar til einn meðlimur Coviðspyrnunnar, Sólveig Lilja Óskarsdóttir sem var viðstödd mótmælin í gær, tók sig til og mætti að Heilsugæslustöð Reykjavíkur við Suðurlandsbraut á fimmtudaginn var til að mótmæla bólusetningum þungaðra kvenna. Hún var handtekin af lögreglu fyrir óspektir en hún öskraði til dæmis hástöfum að óléttum konum sem biðu í röð eftir að fá bólusetningu að með bólusetningum væri verið að drepa börnin. Hennar framlagi til þessa afar fámenna málstaðar var svo hampað sérstaklega við ræðuhöld á mótmælafundinum í gær. „Ef að lögreglan ætlar að handtaka hana og beita hana ofbeldi, þá mun ég verja hana með ofbeldi. Ég vil líka bjóða Sólveigu alla þá hjálp sem hún gæti þurft á að halda. Ef hún missir starfið sitt þá mun ég bjóða fram mína aðstoð við að finna nýtt starf eða styðja hana fjárhagslega,“ sagði einn í Coviðspyrnunni sem hélt ræðu á Austurvelli í gær. Maðurinn þakkaði Sólveigu þá sérstaklega fyrir sitt framlag. „Mér þykir persónulega leitt að ég hafi ekki verið staddur þarna til að aðstoða þig og ég vona að næst verði ég handtekinn með þér.“ Tala um að verið sé að fórna börnum Hann líkti ástandinu í samfélaginu við ástandið í Norður-Kóreu: „Hér á Íslandi er samfélagið að færast í átt að algjöru einræði. Fyrirmyndin er Norður-Kórea þar sem fólk má ekki segja neitt gegn Kim [Jong-un], hér á Íslandi má fólk ekki segja neitt gegn Covid.“ Jóhannes Loftsson, sem virðist vera í forsvari fyrir hópinn, hélt utan um fundinn í gær. Þegar hann sleit honum minnti hann gesti á „stórmótmæli“ sem hópurinn segist ætla að halda fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í hádeginu næsta fimmtudag: „Og við hvetjum alla til að koma. Þetta er gríðarlega mikilvægt og menn þurfa að vekja fólk svo að börnunum verði ekki fórnað,“ lauk hann ræðu sinni. Ekkert sem bendir til að efnin séu hættuleg Flest allt sem hópurinn hefur farið fram með undanfarið er í hrópandi ósamræmi við það sem komið hefur fram í máli heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga. Jón Magnús Jóhannesson læknir ræddi bólusetningar við Jóhannes Loftsson hjá Coviðspyrnunni í Harmageddon í desember síðastliðnum. Hlusta má á umræður þeirra hér: Í lok júlí ákvað landlæknir að mæla með bólusetningu gegn Covid-19 fyrir þungaðar konur. Mælt er með að þær fari í bólusetninguna eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngunnar er lokið. Góð reynsla er af notkun mRNA bóluefna við Covid-19 (bóluefni Pfizer og Moderna eru bæði mRNA bóluefni) á meðgöngu og brjóstagjöf. „Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að hætta geti stafað af bóluefnunum fyrir barnshafandi konur, fóstrið eða barn á brjósti,“ segir á vef embættis landlæknis. „Ekki er búist við að notkun bóluefnis hjá barnshafandi konum hafi í för með sér meiri hættu en fyrir aðra hópa, frekar en fyrir önnur óvirkjuð (ekki lifandi) bóluefni en mælt er með notkun t.d. inflúensubóluefnis hvenær sem er á meðgöngu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira