Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 07:35 Tsimanouskaya leitaði aðstoðar japönsku lögreglunnar á Haneda flugvelli í Tókýó á laugardagskvöld. Hún er nú í öruggu skjóli að sögn Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Getty Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó. Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó.
Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira