Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:13 Kim Jong-un er ekki sagður sá eini sem þrái hágæðaáfengi og fín jakkaföt, heldur elítan í höfuðborginni öll. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14