Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:13 Kim Jong-un er ekki sagður sá eini sem þrái hágæðaáfengi og fín jakkaföt, heldur elítan í höfuðborginni öll. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14