Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 13:15 Kit Harrington var reglulegur gestur á Íslandi. MYND/GETTY/KEARSTIN PETERSON Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. Harrington lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones, hlutverk Jon Snow. Töluverður hluti af sögulínu hans var tekinn upp hér á landi og eyddi Harrington því drjúgum tíma á Íslandi. Í viðtali við útvarpsmanninn Jess Cagle lýsti Harrington augnablikinu sem hann upplifði hér á landi sem nýtist honum vel enn þann dag í dag. „Við vorum að taka upp á þessum stórkostlega jökli á Íslandi. Ég skrapp frá og pissaði, bara einhvers staðar í óbyggðum Íslands,“ hefur EW eftir Harrington. „Ég leit yfir jökulinn og ég hugsaði með mér: „Maður lifandi, ég er með bestu vinnu í heiminum“. Þetta hefur alltaf fylgt mér síðan. Ef ég er eitthvað fúll í vinnunni, sem kemur fyrir, þá hugsa ég um þetta augnablik og ég hugsa með mér: „Þú ert í ansi góðri vinnu.““ Á vef EW kemur fram að Harrington hafi tekið sér þetta augnablik við tökur á þáttaröð tvö, en það var þá sem hann kynntist eiginkonu sinni, Lesie Rose, sem lék Ygritte í þáttunum vinsælu. Hefur Harrington lýst því hvernig þau hafi orðið ástfangin á Íslandi við tökur á þáttunum. Fréttastofa heimsótti tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011 og ræddi við aðstandendur. Hægt er að sjá innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn á tökustað - Game of Thrones á Svínafellsjökli Hollywood Game of Thrones Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34 Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06 Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Harrington lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones, hlutverk Jon Snow. Töluverður hluti af sögulínu hans var tekinn upp hér á landi og eyddi Harrington því drjúgum tíma á Íslandi. Í viðtali við útvarpsmanninn Jess Cagle lýsti Harrington augnablikinu sem hann upplifði hér á landi sem nýtist honum vel enn þann dag í dag. „Við vorum að taka upp á þessum stórkostlega jökli á Íslandi. Ég skrapp frá og pissaði, bara einhvers staðar í óbyggðum Íslands,“ hefur EW eftir Harrington. „Ég leit yfir jökulinn og ég hugsaði með mér: „Maður lifandi, ég er með bestu vinnu í heiminum“. Þetta hefur alltaf fylgt mér síðan. Ef ég er eitthvað fúll í vinnunni, sem kemur fyrir, þá hugsa ég um þetta augnablik og ég hugsa með mér: „Þú ert í ansi góðri vinnu.““ Á vef EW kemur fram að Harrington hafi tekið sér þetta augnablik við tökur á þáttaröð tvö, en það var þá sem hann kynntist eiginkonu sinni, Lesie Rose, sem lék Ygritte í þáttunum vinsælu. Hefur Harrington lýst því hvernig þau hafi orðið ástfangin á Íslandi við tökur á þáttunum. Fréttastofa heimsótti tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011 og ræddi við aðstandendur. Hægt er að sjá innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn á tökustað - Game of Thrones á Svínafellsjökli
Hollywood Game of Thrones Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34 Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06 Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34
Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06
Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30