Katrín leiðir lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 12:03 Fyrstu sjö á listanum, frá vinstri til hægri. Sósíalistaflokkurinn Katrín Baldursdóttir skipar fyrsta sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum þar sem segir að slembivalinn hópur félaga í flokknum raði á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í september. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Það þarf að útrýma fátækt og það strax. Burt með alla kúgun og ofbeldi bæði gagnvart fólki og náttúru og inn með kærleika, samkennd, samvinnu og mannhelgi.“ segir Katrín. Reynslan hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör. „Sósíalistaflokkurinn hefur brýnt erindi. Að fólk sé ekki valdalaust í höndum stórkapítalista. Fólk á að hafa tækifæri til að taka þátt í sköpun og smíði samfélagsins og hafa aðgang að gjaldfrjálsu heilbrigðis-og menntakerfi. Við á listanum í Reykjavík suður munum berjast af einurð fyrir þessu og mörgum öðrum réttlætismálum eins og að auðlindir verði færðar almenningi.“ Símon Vestarr er í öðru sæti og er með skýran boðskap. „Kapítalismi elur af sér auðsöfnun, auðsöfnun elur af sér spillingu, spilling kæfir lýðræði og að reyna að stemma stigu við spillingu án þess að setja kapítalismanum skorður er eins og að reyna að vinna körfuboltaleik með hendur bundnar fyrir aftan bak. Þess vegna þarf að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og takast á við auðvaldið af fullum krafti.“ „Mér finnst löngu orðið ljóst að Útlendingastofnun og lögregla þjónusta ekki einstaklinginn en ganga þess í stað erinda rótgróinna hægri-pólitískra afla sem hafa það eitt markmið að viðhalda hinu kapítalíska kerfi á kostnað almennings og það sama á við um aðrar stjórnsýslustofnanir sem fara með mál okkar viðkvæmustu hópa,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem vermir 3. sætið. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur Símon Vestarr Hjaltason, kennari María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi Jón Kristinn Cortez. tónlistarmaður Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi Bára Halldórsdóttir, öryrki Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur Krummi Uggason, námsmaður María Sigurðardóttir, leikstjóri Tamila Gámez Garcell, kennari Elísabet Einarsdóttir, öryrki Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Mikolaj Cymcyk, námsmaður Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki Andri Sigurðsson, hönnuður Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
„Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Það þarf að útrýma fátækt og það strax. Burt með alla kúgun og ofbeldi bæði gagnvart fólki og náttúru og inn með kærleika, samkennd, samvinnu og mannhelgi.“ segir Katrín. Reynslan hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör. „Sósíalistaflokkurinn hefur brýnt erindi. Að fólk sé ekki valdalaust í höndum stórkapítalista. Fólk á að hafa tækifæri til að taka þátt í sköpun og smíði samfélagsins og hafa aðgang að gjaldfrjálsu heilbrigðis-og menntakerfi. Við á listanum í Reykjavík suður munum berjast af einurð fyrir þessu og mörgum öðrum réttlætismálum eins og að auðlindir verði færðar almenningi.“ Símon Vestarr er í öðru sæti og er með skýran boðskap. „Kapítalismi elur af sér auðsöfnun, auðsöfnun elur af sér spillingu, spilling kæfir lýðræði og að reyna að stemma stigu við spillingu án þess að setja kapítalismanum skorður er eins og að reyna að vinna körfuboltaleik með hendur bundnar fyrir aftan bak. Þess vegna þarf að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og takast á við auðvaldið af fullum krafti.“ „Mér finnst löngu orðið ljóst að Útlendingastofnun og lögregla þjónusta ekki einstaklinginn en ganga þess í stað erinda rótgróinna hægri-pólitískra afla sem hafa það eitt markmið að viðhalda hinu kapítalíska kerfi á kostnað almennings og það sama á við um aðrar stjórnsýslustofnanir sem fara með mál okkar viðkvæmustu hópa,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem vermir 3. sætið. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur Símon Vestarr Hjaltason, kennari María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi Jón Kristinn Cortez. tónlistarmaður Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi Bára Halldórsdóttir, öryrki Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur Krummi Uggason, námsmaður María Sigurðardóttir, leikstjóri Tamila Gámez Garcell, kennari Elísabet Einarsdóttir, öryrki Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Mikolaj Cymcyk, námsmaður Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki Andri Sigurðsson, hönnuður
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira