Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:46 Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. Vísir/Einar Árnason Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum. Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35