Carmelo Anthony einn af mörgum sem sömdu við Los Angeles Lakers í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 17:01 Carmelo Anthony og LeBron James eigast við í leik Los Angeles Lakers og Portland Trail Blazers og það virðist vera sem James hafi þarna laumað einum brandara í eyra Melo. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Carmelo Anthony ætlar að spila með vini sínum LeBron James í Los Angeles Lakers á komandi tímabili í NBA deildinni í körfubolta. Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Anthony er búinn að gera eins árs samning við Lakers en hann komst upp í tíunda sætið á síðasta tímabili yfir stigahæsta leikmann NBA deildarinnar frá upphafi. Carmelo Anthony will join the Los Angeles Lakers, his manager tells @wojespn.Melo will join LeBron in LA pic.twitter.com/AGLvUw1eKl— ESPN (@espn) August 3, 2021 Anthony hefur aldrei unnið NBA titilinn og aldrei spilað í úrslitaeinvíginu. Hann kom inn í deildina á sama tíma og James og á að baki átján ár í NBA. Það leit út fyrir að NBA ferill Melo væri búinn þegar Portland Trail Blazers ákvað að veðja á hann. Anthony átti flott tímabil þar og var með 13,4 stig að meðaltali á 24,5 mínútum af bekknum og hitti yfir 40 prósent úr þriggja stiga skotum sínum. Nú fá vinirnir Anthony og James að spila saman en þeir þurfa hjálp og það var unnið mikið í þeim málum síðustu daga. Melo makes it official (via @carmeloanthony)pic.twitter.com/AQGBnPPAlL— SportsCenter (@SportsCenter) August 3, 2021 Það var nefnilega mikið í gangi í leikmannamálum Lakers í gær þar sem félagið var í yfirvinnu að bæta við aukaleikurum við leikmannahóp sinn. Lakers hafði áður sent frá sér þrjá öfluga leikmenn í skiptum fyrir Russel Westbrook (Montrezl Harrell, Kyle Kuzma og Kentavious Caldwell-Pope) og hafði líka misst menn eins og þá Markieff Morris til Miami Heat, Andre Drummond til Philadelphia 76ers og Alex Caruso til Chicago Bulls. Dennis Schröder hafnaði líka samningstilboði frá Lakers og er að leita annað. Dwight Howard, Wayne Ellington, Trevor Ariza og Kent Bazemore sömdu hins vegar allir við Lakers liðið í gær og það gerði einnig hinn efnilegi Talen Horton-Tucker. Horton-Tucker er enn bara tvítugur og þykir efnilegur skorari. Lakers rosterLeBron (36)Ariza (36)Melo (37)Gasol (36) Dwight turning (36) I m 36 pic.twitter.com/SIyBMShQuL— Complex Sports (@ComplexSports) August 3, 2021 Dwight Howard var með Lakers þegar liðið varð NBA meistari sumarið 2020 en samdi við Philadelphia 76ers fyrir síðasta tímabil. Ariza spilaði áður með Lakers frá 2007 til 2009 og varð meistari á lokaári sínu þar, Ellington var með Lakers á 2014-15 tímabilinu og Bazemore spilaði með Lakers árið 2014. Kendrick Nunn og Malik Monk eru líka búnir að semja við LA liðið. Monk var með 11,7 stig í leik og 40 prósent þriggja stiga nýtingu með Charlotte Hornets í vetur og Nunn var með 14,6 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali með Miami Heat. Lakers mætir því með mikið breytt lið á næstu leiktíð en það er ekkert nýtt þegar hlutirnir ganga ekki upp hjá liðum LeBron James. Það þýðir alltaf eina allsherjar tiltekt.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira