Þórsarar orðlausir þegar Alusevski ákvað að slá til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Frá Skopje til Akureyrar. Stevce Alusevski er nýr þjálfari Þórs. epa/GEORGI LICOVSKI Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Þór tilkynnti um ráðningu á nýjum þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta í fyrradag. Sá heitir Stevce Alusevski og var síðast þjálfari norður-makedónska stórliðsins Vardar. Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira