Forvarnir í fyrirtækjarekstri Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:00 Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar