Leiðtogi óskast! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. ágúst 2021 17:30 Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun