Bandaríkjamenn fá annað tækifæri gegn Frökkum sem lifðu af þrennu Doncic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 12:57 Rudy Gobert var hetja Frakka þegar hann varði lokaskot Slóvena í leiknum. AP/Charlie Neibergall Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta karla eftir eins stigs sigur Slóveníu, 90-89, í seinni undanúrslitaleik körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þrenna og átján stoðsendingar frá Luka Doncic dugðu ekki. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti